fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Hin svokölluðu skáld og Listaskáldin vondu

Egill Helgason
Laugardaginn 12. apríl 2014 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var unglingur fór ég á samkomu í Háskólabíói sem nefndist Listaskáldin vondu. Þetta var snemma árs 1976, svo ég hef ekki verið nema 16 ára – en fjarska bókmenntasinnaður.

Háskólabíó var troðfullt og þetta var allt feikilega eftirminnilegt, eins og ferskur gustur inn í menningarlífið.

Þarna komu fram ungskáld þeirra tíma – sum þeirra höfðu gefið út bækur sem vöktu athygli.

Steinunn Sigurðardóttir, Sigurður Pálsson, Þórarinn Eldjárn, Birgir Svan Símonarson, Hrafn Gunnlaugsson, – en auk þeirra komu fram Megas og Guðbergur Bergsson.

Upplestur Péturs er sérstaklega eftirminnilegur. Hann las úr óbirtri skáldsögu sem seinna kom út undir heitinu Punktur punktur komma strik.

Salurinn veltist um úr hlátri. Ég man þetta eins og gerst hafi í gær.

Í dag klukkan 14 heldur félagsskapur sem nefnir sig Hin svokölluðu skáld samkomu í Háskólabíói. Þau játa að þau séu svolítið að vísa í Listaskáldin vondu.

Þarna eru skáld sem yrkja háttbundið, nota semsagt hið gamla byggingarefni ljóðlistarinnar, stuðla og rím. Meðal annars koma fram Bjarki Karlsson – höfundur hinnar geysivinsælu ljóðabókar Árleysi alda – Þórunn Erlu Valdimarsdóttir, Valdimar Tómasson, Davíð Þór Jónsson og Bibbi í Skálmöld.

Gæti orðið sögulegt.

1782453_10152264812831597_6452328141511865326_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið