fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Skuldaleiðréttingin og áhrif komandi sveitarstjórnakosninga

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. mars 2014 22:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn velta því fyrir sér hvort skuldaútspil ríkisstjórnarinnar í dag tengist lélegu fylgi stjórnarflokkanna í skoðanakönnunum vegna sveitastjórnakosninga.

Það þarf svosem ekki að vera.

Skuldafrumvörpin eru komin inn í þingið og sagt er að í maí renni upp dagurinn þegar fólk getur farið að sækja um skuldaniðurfellingu – og að það verði eins auðvelt og að hringja eftir pítsu.

Það er deginum ljósara að skuldaniðurfellingin er ekki af þeirri stærðargráðu sem var lofað fyrir kosningar. Þegar allt kemur til alls er þetta ekki miklu meira en síðasta ríkisstjórn gerði. Ýmislegt sem hefur verið gert áður kemur til frádráttar. Það er sagt að aðgerðirnar snerti 100 þúsund heimili, en þá er gert ráð fyrir því að allir fari að taka séreignasparnað og nota hann til að greiða húsnæði.

Það getur verið skynsamlegt, sérstaklega ef skattaafsláttur fylgir, en auðvitað er fólk þarna einungis að breyta um sparnaðarform, setja sparnað í húsnæði í staðinn fyrir að geyma hann á reikningi. Ekki er víst að það hugnist öllum.

Margir eiga þó sjálfsagt eftir að fagna því að eigna- og skuldastaðan batnar. En það er spurning hvaða áhrif það hefur á hvernig Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki reiðir af í kosningunum í lok maí. Eins og stendur eru horfurnar ekki góðar. Styrmir Gunnarsson spyr hvort Reykjavík sé orðin „rauð“.

Það er reyndar nokkuð vanalegt að flokkar sem eru í ríkisstjórn fái að finna til tevatnsins í sveitarstjórnakosningum. Slíkt veldur ókyrrð meðal almennra flokksmanna sem standa nærri sveitarstjórnum. Og refsingin getur sviðið í efri lögum flokkanna.

Halldór Ásgrímsson, sem var forsætisráðherra frá 2004 til 2006, sagði af sér embætti stuttu eftir að Framsóknarflokkurinn hafði fengið mikla útreið í sveitarstjórnakosningum 27. maí 2006. Halldór gaf þá forsætisráðuneytið eftir til Sjálfstæðisflokksins og Geirs Haarde.

Halldor-Asgrimsson_1

Halldór Ásgrímsson sagði af sér sem forsætisráðherra eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2006.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum