fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Sisley og Alma-Tadema

Egill Helgason
Fimmtudaginn 6. mars 2014 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var ungur maður og fór til útlanda fannst mér ég vera að svíkjast um ef ég væri ekki stanslaust á söfnum.

Skoðaði helst hvert listaverk í krók og kima. Mér fannst ég verða að læra.

Svo fór ég að slaka á, það kemur enn fyrir að ég fari á söfn, en þá er það helst til að skoða eitt og eitt verk.

Ég er ekta dilettanti – hef áhuga á mörgu en er ekki sérfróður um neitt.

Ég datt ofan í að spila tölvuleikinn QuizUp. Komst að því að það var ein grein hans sem  mér fannst verulega skemmtileg, kannski af því ég var ekki svo góður í henni. Hún heitir Name the Artist, það birtist mynd á skjánum, maður á að finna út hver málaði hana.

Þarna eru myndir eftir málara frá endurreisnartímanum, frá klassíska tímanum, enska for-rafaelíta, impressjónista, abstrakt expressjónista og margt fleira. Býsna fjölbreytt og forvitnilegt.

Upp úr þessu fór ég svo að skoða málara sem ég hafði ekki mikið kynnt mér áður. Tveir eru mér sérlega hugstæðir í dag.

Annars vegar er það Alfred Sisley, Englendingur sem bjó í Frakklandi alla sína tíð og er frægastur fyrir landslagsmyndir sínar. Það eru einkum vetrarmyndir hans sem er gaman að skoða á þessum degi þar sem kyngir niður snjó.

Snow at Louveciennes Alfred Sisley

Hinn málarinn er allt öðruvísi. Hann hét Lawrence Alma-Tadema, var Hollendingur en settist að á Englandi. Myndir Alma-Tadema lýsa lifi hinna fornu Rómverja, fólkið lifir í miklum lúxus í marmarahöllum sem ná út í sjó. Þessar myndir voru ekki hátt skrifaðar um langt skeið, en hafa verið enduruppgötvaðar – í þeim býr mjög sérstæð fegurð.

A_Coign_of_Vantage

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda