Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var reist 1954, fyrir Marshall-fé, og blés sem kunnugt er heilli kynslóð ungs fólks von í brjóst.
Það fólk er margt orðið háaldrað og nú er kominn tími til að taka aftur upp þráðinn, 60 árum síðar, og hefja sókn í atvinnumálum.
Reisa nýja áburðarverksmiðju til að blása ungu fólki von í brjóst, líkt og segir í þingsályktunartillögu átta þingmanna Framsóknarflokksins.
Ég spurði son minn áðan hvort hann langaði ekki að vinna í Áburðarverksmiðju?
„Híi,“ tísti í honum og svo ekki orð meir.