fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Fórnin og Regnhlífarnar í Cherbourg

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. febrúar 2014 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alveg sama hvert leitað er og hverju framvindur, enginn Íslendingur hefur náð lengra í kvikmyndum en Guðrún S. Gísladóttir.

Ólíklegt er að neitt geti breytt þessu, og þetta er sagt með fullri virðingu gagnvart Baltasari, Friðriki Þór, Ólafi Darra, Benedikt Erlingssyni, Valdísi Gunnarsdóttur og fleirum hafa náð góðum árangri á þessu sviði.

Guðrún lék stórt hlutverk í mynd eftir einn af hinum algjöru stórmeisturum kvikmyndanna fyrr og síðar. Manni sem á heima á öllum topp tíu listum yfir mestu kvikmyndaleikstjóra allra tíma, nei – á topp fimm listanum.

Andrei Tarkovskí.

tarkovski-andrei-02-g[1]

Kvikmyndin sem Guðrún leikur í nefnist Fórnin, hún var gerð í Svíþjóð 1984 – þar var Tarkovskí á flótta undan Sovétinu – hann lést úr krabbameini tveimur árum síðar.

Fórnin er sýnd í Kvikmyndasafni Íslands í Bæjarbíó á laugardaginn klukkan 16.

Önnur kolsígild mynd er svo sýnd í kvikmyndahúsi um helgina. Það eru Regnhlífarnar í Cherbourg eftir Jacques Demy sem verður í Bíó Paradís á sunnudagskvöldið.

Það má halda því fram að þetta sé einhver ljúfasta mynd sem hefur verið gerð. Hún er öll sungin, tónlistin er víðfræg. Þarna er ung og fögur Catherine Deneuve í hlutverki regnhlífasölustúlkunnar sem sér á eftir unnusta sínum í herinn. Litirnir eru einstaklega skýrir og fallegir – og sagan er sögð á hrífandi einfaldan hátt.

Myndin er sýnd sem liður í dagskrá sem nefnist Svartir sunnudagar. Það er rangnefni, því fáar kvikmyndir eru bjartari en einmitt þessi.

Hér er frægt lag úr Regnhlífunum í Cherbourg, tónlistin er eftir Michel Legrand. Sjáið myndina samt frekar í bíó en á vefnum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið