Það er líkt og ég skrifaði í morgun. Umræðan um ESB-skýrsluna fór strax í þekktar skotgrafir. Það hefði eins verið hægt að sleppa því að birta skýrsluna – einu áhrifin eru þau að ólíkar fylkingingar herðast í sinni afstöðu, að því manni virðist án þess að hafa lesið skýrsluna.
Allt ferlið var reyndar sett upp í loft strax í morgun þegar sjá mátti að völdum upplýsingum úr skýrslunni hafði verið lekið út. Það var augljós tilraun til að stýra umræðunni, áður en menn fengju tækifæri til að lesa og mynda sér eigin skoðun.
En þetta er svo viðkvæmt mál að skýrsluhöfundar virðast ekki treysta sér fram á sviðið til að segja frá því hvað stendur í þessu umtalaða plaggi. Það er mjög bagalegt. Pólitíkusar eru semsagt látnir um að túlka efni skýrslunnar.
Það eina sem hægt er að segja að okkur hefur ekki miðað neitt áfram í málinu – og svosem ekki afturábak heldur. Það er í sama hnút og áður.
En hér er þó grein eftir fyrrverandi formann Framsóknarflokksins sem hefur haft fyrir því að setja sig inn í málin.