Umræða um efnahagsmál upp á síðkastið ber öll að sama brunni.
Það þarf að halda öllu í efnahagslegu frosti svo ekki myndist verðbólguþrýstingur á krónuna.
Það ekki hægt að leiðrétta skuldir, það er ekki hægt að hækka launin og í raun er það svo að öll aukin umsvif valda verðbólgu.
Óttinn við verðbólguna er líka slíkur að fólk heldur áfram að taka verðtryggð lán þótt óverðtryggð séu í boði. Þannig getur það þó dreift greiðslubyrðinni.
Er þetta ástand sem hægt er að búa við til langframa? Er þetta bara spurning um „aga í hagstjórninni“, eða getur verið að vandinn sé kerfislægur?