fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Engin trúnaðarskylda gagnvart sendanda minnisblaðsins

Egill Helgason
Mánudaginn 10. febrúar 2014 20:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sem nokkuð gamalreyndur blaðamaður fæ ekki skilið að sá sem sendi minnisblað um hælisleitandann Tony Olmos til fjölmiðla eigi skilið að njóta verndar eins og heimildarmenn blaðamanna – hvað þá uppljóstrarar.

Minnisblaðið mun hafa verið sent á Morgunblaðið, 365-miðla og fréttastofu RÚV. Tveir fyrrnefndu fjölmiðlarnir unnu gagnrýnislaust fréttir upp úr minnisblaðinu, RÚV fór aðra leið.

Í fréttinni á mbl.is  20. nóvember 2013 er beinlínis vitnað í það sem „óformlegt minnisblað innanríkisráðuneytisins“.

Það er alveg ljóst í mínum huga að engin trúnaðarskylda ríkir hjá blaðamönnum gagnvart upplýsingum af þessu tagi, þær koma beinlínis frá stjórnvaldinu og í þokkabót hefur orðið uppvíst að ýmislegt í minnisblaðinu er ekki sannleikanum samkvæmt.

Þetta eru semsagt rangar og villandi upplýsingar frá opinberum aðila – nema einhver óprúttinn aðili hafi gert sér að leik að senda út „óformlegt minnisblað“ í nafni innanríkisráðuneytisins. Í fréttinni á mbl.is greinir maður engan vafa um að minnisblaðið sé komið úr ráðuneytinu, það er beinlínis birt mynd af innanríkisráðuneytinu með fréttinni.

Sá bráðskarpi bloggari Ragnar Þór Pétursson skrifar grein um þetta hér á Eyjuna og kemst eins og oftar að kjarna máls.

Ragnar vitnar í álit siðanefndar kanadísku blaðamannasamtakanna í svipuðu máli, en þar segir:

Í tilteknum sjaldgæfum kringumstæðum er réttmætt að afhjúpa heimildarmenn. Þegar blaðamenn nota nafnlausar heimildir er skylda þeirra fyrst og fremst gagnvart almenningi en ekki heimildarmanninum. Að afhjúpa heimildarmenn væri til dæmis réttlætanlegt ef opinber aðili eða stofnun læki út villandi upplýsingum – en aðeins ef þeir vita af því sjálfir en eru ekki blekktir sjálfir. Stjórnvöld, lögreglan og aðrir aðilar leka oft upplýsingum að ásettu ráði og til að hafa áhrif á fréttaflutning. Ef þeir segja þér ósatt til að koma sinni hlið að eiga þeir afhjúpunina skilið. Þetta sýnir hversu mikilvægt það er að aðgæta heimildiarmennina og mótíf þeirra.

Og Ragnar bætir við sjálfur:

Svo virðist sem þær upplýsingar sem láku um hælisleitandann hafi ekkert erindi átt til almennings. Það er einnig rætt um að þær hafi beinlínis verið blekkjandi. Hafi þær komið frá Ráðuneytinu virðist sem reynt hafi verið að stýra almenningsálitinu með rógi. Hafi þær ekki komið þaðan virðist sem reynt sé að villa á þeim heimildir. Hvor sem niðurstaðan er þá virðist um vísvitandi blekkingu að ræða. Sá sem gerir slíkt verðskuldar afhjúpun. Fjölmiðill sem ekki sér það er í vondum málum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun