Ný könnun Capacent á fasteignamarkaði rennir stoðum undir þær áherslur sem birtast í aðalskipulagi Reykjavíkur.
Þar kemur í ljós að flestir myndu vilja búa í Vesturbænum eða Miðbænum í Reykjavík.
Og eins og gengið hefur verið út frá er það aðallega ungt og eldra fólk sem vill vera á þessu svæði.
Einnig má lesa að af þeim sem vilja búa í Reykjavík myndu 90 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára kjósa að búa í Vestur- eða Miðbænum.
Líkt og kona sem ég þekki og á son á þessum aldri segir: Þetta fólk er ekki að fara að fá sér lóð og naglhreinsa.
Ennfremur segir að ekki sé grundvöllur fyrir uppbyggingu á sérbýli, en eftirspurn eftir minni íbúðum sé mjög mikil.
Tölurnar um húsnæðiskostnað eru athyglisverðar, þar kemur fram að 25 prósent af ráðstöfunartekjum landsmanna fari í húsnæði en hjá tekjulágu fólki sé það allt að 45 prósent.