fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Mismunandi viðhorf til spillingar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. febrúar 2014 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spillingu má skoða frá ýmsum hliðum – og oft er viðhorf okkar til hennar nokkuð huglægt. Til dæmis er sagt að fólk geti vel sætt sig við spillingu ef það tekur þátt í henni sjálft.

Maður sér til að mynda Staksteina Morgunblaðsins í dag þar sem má lesa að spilling á Íslandi hafi byrjað þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við 2009. Fram að því hafi Ísland verið óspilltasta land í heimi.

Nokkuð er rætt um spillingu innan Evrópusambandsins þessa dagana. En þar er þess að gæta að Evrópusambandið spannar heila heimsálfu sem á langa sögu. Innan þess eru ríki sem teljast vera þau minnst spilltu í veröldinni, en líka ríki þar sem spilling er landlæg og stendur á gömlum merg.

Evrópusambandið fór þá leið að taka inn ríki í Suður- og Austur-Evrópu sem sum eru í meira lagi spillt. Í þessu fólust eins konar sögulegar sættir, það var talið nauðsynlegt upp á framtíðarþróun Evrópu að sár fasisma og kommúnisma yrðu grædd með því að hleypa inn ríkjum eins og Spáni, Portúgal og Grikklandi og síðar Póllandi, Ungverjalandi, Tékklandi, Slóveníu, Slóvakíu, Lettlandi, Litháen, Eistlandi og nú síðast Króatíu.

Evrópusambandið hætti þannig að vera klúbbur auðugra – og lítt spilltra – Vestur-Evrópuríkja.

En svo er spurning hvað sé spilling. Hér er nýtt kort frá Transparancy International þar sem má skoða spillingu í heiminum. Eins og sést eru Norðurlöndin óspilltust, svo eru það ríki Vestur-Evrópu, Kanada, Japan, Nýja-Sjáland, Ástralía. Rússland er talið gerspillt – og Kína er býsna spillt líka.

Jason Hickel skrifar grein um þetta á vefinn Thoughtleader. Hann bendir á spillingarkerfi sem þessar mælingar ná ekki til. Hjarta þess er í City í London. Þetta er kerfi skattaskjóla þangað sem auðmenn og auðfyrirtæki veita gríðarlegum fjármunum.

CPI-map2

Hér má sjá spillingartöflu Transparancy International. Danmörk, Finnland, Nýja Sjáland, Svíþjóð og Noregur teljast vera minnst spilltu ríki í heimi. Ísland er í 12. sæti ásamt Þýskalandi. Kína er í 80. sæti en Rússland í því 127.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Julian McMahon látinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“