Félag sem nefnist Stracta hótel ætlar að byggja hótel út um allt land – tíu hótel að manni skilst.
Það er gott og blessað.
En þetta er hins vegar myndin sem maður fær af hótelunum – að þetta verði útlitið.
Vonandi er ekki of seint að breyta því.
Maður getur séð þetta fyrir sér við hraðbrautir erlendis, hugsanlega, en í íslensku landslagi – nei.
Þarna er ein meginbygging sem lítur út eins og verslun með hreinlætistæki eða eitthvað slíkt og svo lágreistar byggingar í kring í anda amerískra mótela.
Þær munu að uppistöðu vera vinnuskúrar frá álverinu á Reyðarfirði.