fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Byltingin sem var ekki bylting – og mistókst nánast algjörlega

Egill Helgason
Mánudaginn 20. janúar 2014 14:55

Frá Búsáhaldabyltingunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru fimm ár síðan svonefnd Búsáhaldabylting hófst. Þetta var sögulegur tími. Það var upplausn í íslensku samfélagi. Steininn tók úr þegar Alþingi ætlaði að hefja nýtt ár með því að ræða áfengi í matvöruverslunum. Það virkaði eins og hámark firringarinnar. Mótmælin við Alþingishúsið byrjuðu rólega, svo mögnuðust þau upp, grjóti var kastað, eldar kveiktir, lögregla beitti táragasi – þetta endaði með því að ríkisstjórn Geirs Haarde féll.

En Búsáhaldabyltingin var ekki bylting – það er rangnefni. Þetta var röð mótmæla. Þar tók þátt alls kyns fólk, því hefur verið lýst svo:

Anarkistar, bumbuslagarar, unglingar, eldra fólk, áhugafólk um mannlífið, fjölskyldufólk, fatlaðir, reiða fólkið, róttækir vinstri menn.

Það hefur verið reynt að halda því fram að Búsáhaldabyltingunni hafi verið fjarstýrt af stjórnmálamönnum. Slíkt er af og frá. Þessir atburðir voru sjáfsprottnir og mjög óreiðukenndir. Ríkisstjórnin var á fallanda fæti, heimildir eru fyrir því að Samfylkingin hafi verið farin að leita leiða til að komast út úr stjórninni fyrir tíma óeirðanna.

En hafi þetta verið bylting, þá mistókst hún algjörlega – eða át börnin sín. Ríkisstjórnin sem tók við og átti að vera sú vinstri sinnaðasta í Íslandssögunni stóð ekki undir væntingunum. Hún reyndist afskaplega vinsamleg fjármálavaldinu, sló enga skjaldborg um heimilin, flest stóru plönin hennar urðu að engu, stjórnarskráin, uppstokkun kvótakerfisins, inngangan í ESB. Hún náði þó að þrauka heilt kjörtímabil, en beið algjört afhroð að því loknu.

Nú, fimm árum síðar, situr hægri/miðju ríkisstjórn og á bara nokkuð náðuga daga. Hún er að mörgu leyti andstæða þess sem búsáhaldarbyltingarliðar óskuðu sér. Vinstri hreyfingin er í tætlum eftir stjórnarsetuna. Öflin sem fóru út á götu í Búsáhaldabyltingunni eru á tvist og bast. Stóru orðin sem féllu á fundum vikurnar eftir Búsáhaldabyltinguna féllu í grýtta jörð.

Það var talað um nýtt Ísland, en það leit ekki dagsins ljós. Eða hverjir skyldu hafa mest völd á Íslandi um þessar mundir?

Busahaldabylting

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“