fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Þegar gleymdist að setja upp míkrófón fyrir Churchill

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. október 2015 17:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stöð 2 auglýsir að sýna eigi myndir frá heimsókn Churchills til Reykjavíkur 1941 í fréttatímanum í kvöld – þá væntalega í tilefni af því að David Cameron er að koma til Reykjavíkur. Það er vissulega fátítt að forsætisráðherra Bretlands komi til Íslands. Ég ók einmitt fram á bílalest Camerons við Alþingishúsið áðan.

Churchill kom hingað aðallega til að heilsa upp á breska heraflann sem þá var á Íslandi – landið var þá hernumið af Bretum. Þetta getur verið skemmtilegt að útskýra fyrir erlendu fólki.

Ýmsar sögur spunnust af komu Churchills, meðal annars að hann hefði eignað sér hitaveituna – stungið upp á því að Íslendingar færu að nota heitt vatn til að hita hús. Svo hefur líka verið rifjað upp að einn helsti ráðgjafi Churchills á þessum árum var Vestur-Íslendingurinn William Stephenson, stundum kallaður Intrepid. Og það er sagt að skipin í höfninni í Reykjavík hafi þanið flautur sínar þegar Churchill sigldi burt – til að hylla karlinn.

Mér finnst þó skemmtilegasta sagan vera sú að þegar Churchill steig upp á svalir þinghússins til að heilsa upp á mannfjölda sem stóð á Austurvelli hafði gleymst að tengja hjóðnema. Slík tæki voru vissulega til á þeim árum og vegna þessarar yfirsjónar heyrði enginn hvað Churchill sagði við Íslendinga þennan dag – og það verður aldrei vitað. Má segja að þar hafi tapast söguleg ræða.

Í þessu myndbandi má sjá Churchill á svölunum, með honum eru Hermann Jónasson forsætisráðherra og Sveinn Björnsson sem þá var ríkisstjóri, síðar forseti.

Og hér eru svo myndir af Churchill þar sem hann siglir frá Íslandi. Uppstillingarnar eru glæsilegar, hvernig hann stendur einn með þunga veraldarinnar á herðunum og horfir út á hafið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins