fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Húsnæðismálin vefjast rækilega fyrir Framsókn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. október 2015 23:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðismálin er mikið að vefjast fyrir Framsóknarflokknum. Það er kannski ekki furða – þau voru aðalmálin hjá honum fyrir kosningar.

Eygló Harðardóttir kemur fram með nýstárlegar hugmyndir um lækkun byggingakostnaðar. Þetta eru reyndar svo róttækar hugmyndir að þar geta leyst allan vanda eins og hendi sé veifað.

Ef til dæmis, samkvæmt þeim, 100 aðilar sem koma að byggingu lækka byggingakostnað hver um 1 prósent, þá er húsið ókeypis.

Eða hvað?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er svo algjörlega búinn að bíta í sig að hann vilji ekki ræða við þingheim um verðtryggingu. Honum verður ekki haggað í því efni og vill að Bjarni Benediktsson taki umræðuna.

Það er samt alveg ljóst að Bjarni og Sigmundur eru ekki á sama máli um verðtrygginguna – og það sem kemur frá Bjarna í slíkri umræðu er eitthvað allt annað en kæmi frá Sigmundi.

Það var Sigmundur en ekki Bjarni sem lofaði afnámi verðtryggingarinnar. En tregða Sigmundar er líklega til marks um að menn eru algjörlega búnir að gefast upp á því verkefni, líka Framsóknarmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins