fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Versti sjúkleiki íslenska hagkerfisins – og engin lækning í sjónmáli

Egill Helgason
Mánudaginn 19. október 2015 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Framsóknarflokkurinn var kosinn til valda var það í kjölfar háværrar umræðu um afnám verðtryggingar. Nú er staðan sú að forsætisráðherrann vill ekki mæta niður á Alþingi til að ræða verðtrygginguna.

Í þessu fólust náttúrlega fyrirheit um laga vaxtakjörin á Íslandi – þau eru algjörlega fráleit. Sturluð.

Þar kemur aðallega tvennt til, óstöðugleiki sem stafar ekki síst af örmyntinni íslenskri krónu og græðgi og sjálftaka fjármálastofnana.

Þetta er hugsanlega versti sjúkleiki íslenska hagkerfisins og það er skrítið að líkast er að stjórnarflokkarnir hafi gefist upp á því verkefni að koma vöxtunum í viðunnandi  horf.

Sjálfstæðisflokkurinn mun lýsa því yfir á landsfundi um helgina að hann sé hættur að leita nýrra leiða í gjaldmiðilsmálum, það stendur til að taka aftur samþykkt þess efnis. Framsókn mætir ekki í umræðuna.

Stundum segja einstök dæmi meira en þúsund orð. Eftirfarandi Facebook-færsla eftir Sigurð Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi landssliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu, hefur vakið mikla athygli:

Var að fá bréf frá bankanum mínum í Noregi sem ákvað að lækka vextina á húsnæðisláninu mínu í þriðja skipti síðan í apríl, að þessu sinni niður í 2.15% óverðtryggða breytilega vexti. Sambærilegt húsnæðislán í Landsbankanum er á 7% vöxtum.

Segjum að lánsupphæðin sé 20 milljónir til 25 ára, þá verður mánaðarleg greiðsla 141.476 kr á Íslandi en 87.603 kr í Noregi, munar semsagt 53.873 kr á mánuði á afborguninni.

En í Noregi myndirðu reyndar fá 9.850 kr endurgreiddar frá skattinum (27% af vaxtargreiðslum ársins eru endurgreiddar til fólks í Noregi) svo í raun munar um 63.000 krónum á mánuði á mánaðarlegri afborgun eða um 756.000 krónum á ári eða 18.9 milljónum á þessum 25 árum.

Lántökugjaldið á Íslandi er svo miklu hærra en í Noregi. Það má því segja að miðað við vaxtastig landanna í dag þá er 20 milljón króna lán til 25 ára 19 milljón krónum dýrara á Íslandi en í Noregi.

Svo segir einn talsmaður ríkisstjórnarinnar að ekki sé lengur ástæða til að flytja til Noregs. Jæja, er það?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins