fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Ekki missa af þessu!

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. október 2015 22:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það væri hálfgerð bilun fyrir tónlistarunnendur að fara ekki að hlýða á Philharmonia Orchestra frá London – fyrri tónleikarnir voru í Hörpu í kvöld, seinni tónleikarnir eru annað kvöld, semsagt mánudag.

Ekki aðeins er þetta stór og ótrúlega þétt hljómsveit á heimsmælikvarða, heldur leikur líka með henni einhver frábærasti einleikari sem hefur komið í Hörpu, Daniil Trofimov frá Rússlandi.

Hann er aðeins 24 ára, frá Nizhny Novgorod, hefur sigrað í stórum píanókeppnum eins og Tsjaikovskí keppninni í Moskvu er satt að segja, ja hvaða orð á maður að nota – æðislegur!

Trofimov sló algjörlega í gegn á fyrri tónleikunum í hinum magnaða píanókonsert númer 2 eftir Rakhmaninov – sem er líklega vinsælasti píanókonsert heims. Má kannski segja að hann sé ofspilaður, en Trofimov spilaði hann eins og hver einasta nóta skipti máli. Þessi ungi maður er vissulega dálítið sérkennilegur þar sem hann situr við píanóið, heldur smár vexti, drengjalegur, með ofboðslega einbeitingu svo augun leiftra – ég vitna í sjálfa Mörthu Argerich sem hefur sagt um Trofimov að hann hafi í senn frábæra tækni, blíðu og mýkt í leik sínum en líka  hinn djöfullega þátt.

 

IMG_6869

Mynd tekin á síma, Daniil Trofimov er uppréttur, það er stjórnandinn Jakub Hrusa, sem hneigir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins