

Hér eru tvær fjölskyldur sem vilja búa á Íslandi en Útlendingastofnun ætlar að vísa burt. Það er ekki eins og sé ofsalegur troðningur á Íslandi – og reyndar vantar vinnuafl. Önnur fjölskyldan komst í fréttir um daginn af því börnin komust ekki í skóla, því var bjargað svo sæmd var að. En allt kemur fyrir ekki – það stóð hvort sem er til að reka fólkið burt.
Þetta eru hjónin Wael Aliyadah og Feryal Aldahash og dæturnar Jouli og Jana, þeim hefur verið synjað um efnislega meðferð á hælisumsókn sinni. Ástæðan er að þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi. Í því felst að fjölskyldan hafi haft nægilega ástæðu þess að flýja heimalandið sitt, en Grikkland ræður ekki við allan flóttamannastrauminn. Hér er áskorun um að þau fái að dvelja á Íslandi.
Fyrir stuttu var mikil umræða á Íslandi um móttöku flóttafólks. Hún hefur nú þagnað – og önnur mál tekið yfir.
Og hér er Telati fjölskyldan frá Albaníu, hjón með þrjú börn. Hér er áskorun um að þeim verði ekki vísað úr landi. Hjónin vilja einfaldlega fá að vinna og koma börnunum í skóla. Hvað ætti að vera því til fyrirstöðu? Tilgangsleysi þess að reka fólkið burt er algjört.