fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Hví ættu þeir að spá rétt núna?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. október 2015 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nóg af spám um að allt fari til andskotans á Íslandi ef laun hækka. Við heyrum þetta frá greiningardeildum banka og frá Samtökum atvinnulífsins. Það er svo merkilegt að spámennirnir voru margir í sömu hlutverkum fyrir hrun – en sáu þá ekki neitt. Allt kerfið féll saman með brauki og bramli – og það var ekki launafólki að kenna – og það kom þessu sama fólki alveg á óvart.

Áhyggjurnar verða alltaf mjög þungar yfir laununum, en hins vegar eru sjaldnast gerðar athugasemdir við sjálftöku á fjármálamarkaði, ofurgróða útgerðarinnar eða almenna misskiptingu í samfélaginu.

Einn vandinn er að það eru ekki til óháðir álitsgjafar um efnhagsmál og hagstjórn. Þeir eru upp til hópa að leika hlutverk, passa upp á hagsmuni. Hverjum getur maður tekið mark á?

Og annar vandinn er sá að fjölmiðlarnir hafa ekki á sínum snærum fólk sem getur séð í gegnum áróðurinn og hagsmunatengslin  – fjölmiðlarnir eru einfaldlega ekki nógu sterkir til að geta greint hlutina sjálfir, rétt eins og var fyrir hrun.

Við erum nú samt í þeirri stöðu að laun eru lág á Íslandi – svo lág að fólk hefur enn ærna ástæðu til að flytja til Norðurlandanna – en húsnæði að verða svo dýrt að ungt fólk hefur ekki efni á því. Á sama tíma dælist fé inn í gegnum ferðaþjónustuna og verður svo áfram og það eru veltuár í sjávarútvegi. Krónan er enn lágt skráð og gengisfall ekki líklegt.

En brask er aftur komið á fullt og spákaupmennska og greiningarliðið er ekkert sérstaklega mikið að vara við því. Það eru teikn á lofti um að aftur sé farið í að blása upp hlutabréfabólu sem gæti sprungið með hvelli eins og síðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins