fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Hallgrímur sjóveikur í München

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. október 2015 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason kemur til mín í Kiljuna í kvöld með nýja bók sem nefnist Sjóveikur í München, kemur út jafnóðum á íslensku og þýsku.

Bókin fjallar um þegar Hallgrímur, að loknu stúdentsprófi, fer til Þýskalands og ætlar að nema myndlist. Nema hann er einrænn og á erfitt með að tengjast fólki og er ekki hrifinn af samtímanum.  Hann lendir í alls konar raunum og er ekki sérlega hamingjusamur. Kannski hentaði München Hallgrími heldur ekki sérlega vel. Þetta er falleg borg í fallegu umhverfi, en hún er líka dálítið sveitaleg og menningin þar gróf og óhefluð eins og brýst fram á Oktoberfest og Fasching.

Þetta er sjálfsævisaga en þó með nokkrum ýkjum. Maður veit ekki alltaf hvað er satt og rétt – en það skiptir kannski ekki öllu máli. Sjálfur kannast ég reyndar við margt fólk í bókinni – þarna eru gamlir vinir mínir sem voru samtíða Hallgrími í München, hrokafullir MR-ingar sem eru með alls kyns derring og Hallgrími honum fannst greinilega ekki þægilegt að umgangast.

 

11113891_10153594439889178_1453374496463396385_o

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins