fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Latte-lepjandi lopatreflar – á öndverðri 19. öld

Egill Helgason
Mánudaginn 12. október 2015 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin nýja skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Hundadagar, kemur samtímis út á íslensku og dönsku og hefur vakið mikla athygli. Eins og áður er komið fram fjallar bókin um Jörund hundadagakonung, en líka margt fleira – Einar fer vítt og breitt um söguna og hún verður honum tilefni til alls kyns hugleiðinga.

Einn þeirra sem er kynntur til sögu er Jón Espólín sýslumaður, lengst af í Skagafirði, annálaritari og fræðimaður sem var uppi frá 1769 til 1836.

Einar vitnar í eftirfarandi lýsingu Espólíns á Reykjavík þar sem er….

…engin fyrirhyggja um annað en fédrátt og skart; voru allir bæjarmenn kramarar, og þernur þeirra og þjónar hugsuðu ekki um annað en skart og móða: konur höfðu gullhringa marga hver, og keppt var um hvað eina er til yfirlætis horfði, samkvæmi jafnan og dansar og drykkja, og eftir þessu vandist alþýða, er þar var um kring, og jókst þar mikið iðnaðarleysi, en allt það, er horfði til harðgjörvi eða réttrar karlmennsku og hugrekkis, var þar sem fjarlægast.

Einar Már leggur svona út af texta Espólíns og tengir hann samtímanum:

Enn heyrist ómur af þessum orðum þegar rætt er um samband höfuðborgar og landsbyggðar og „latte-lepjandi lopatreflar“ fylla miðborg Reykjavíkur á meðan hraustmennin búa úti á landi og spurningin: „Hvað gera þeir þarna fyrir sunnan?“ hefur löngum hljómað einsog endurtekið stef í sögu sem enginn veit hvort sögð er í gamni eða alvöru.

 

Hundadagar-175x268-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins