fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Ólafur Ragnar gegn stjórnarskrárbreytingum

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. október 2015 19:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er náttúrlega út í hött að Ólafur Ragnar Grímsson skuli ekki geta sagt hvort hann vill halda áfram sem forseti fyrr en um áramót. Þarf ekki að hafa mörg orð um það.

En þetta kemur svosem ekki á óvart, Ólafur hefur lengi umgengist forsetaembættið eins og það sé prívatumdæmi hans.

Hann nefnir í viðtalinu þrjú mál sem haft áhrif á að hann leitaðist eftir endurkjöri 2012. Þetta er býsna athyglisvert, hann nefnir Icesave, ESB-umsóknina og stjórnarskrármálið.

Ólafur hafði sitt fram í Icesave, ESB umsóknin er dauð og fyrirhugaðar breytingar Jóhönnustjórnarinnar á stjórnarskránni fóru út um þúfur.

Hafði þá Ólafur ekki alls staðar sigur – auk þess sem hann kom Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, stjórnmálamanni sem honum er þóknanlegur og hann hefur aldrei gagnrýnt, í embætti forsætisráðherra.

Það er athyglisvert hversu bratt Ólafur nálgast stjórnarskrármálið, þar talar hann enga tæpitungu. Hann segir beint út að stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi gengið fram með….

…offorsi í því að um­bylta nú­ver­andi stjórn­ar­hátt­um sama hvað taut­ar og ról­ar.

Í viðtalinu á Sprengisandi í dag sagði Ólafur ennfremur um stjórnarskrárferlið og ástæður þess að það mistókst:

Það að finna svo söku­dólga á loka­metr­un­um, það er bara sögu­föls­un.

Nú á því sem er hugsanlega síðasti vetur forsetatíðar Ólafs Ragnars virðist hann helst ætla að verja tíma sínum í að berjast gegn stjórnarskrárbreytingum. Það gerði í viðtalinu í dag og líka í setningarræðu Alþingis í september, en þá lýsti hann sig mótfallinn því að kjósa um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum.

Á hinum ásnum eru svo Píratar sem lýsa því yfir – og það stendur í stefnuskrá þeirra – að þeir vilji stjórnarskrá sem er samhljóða frumvarpi Stjórnlagaráðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins