fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Klíkubræður fá að kaupa og græða

Egill Helgason
Föstudaginn 9. október 2015 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Völdum hópi úr klíku voru skammtaðir stórir fjármunir í hlutabréfaútboði Símans  – það er kallað „fjárfestahópur sem settur var saman af forstjóra Símans“. Aðrir virðast hafa verið sérstakir vildarvinir Arion-banka.

Þetta var gert áður en hin almenna hlutabréfasala fór fram. Klíkunni var hleypt fremst í röðina, samkvæmt Morgunblaðinu var ávöxtunin 720 milljónir á sjö vikum. Á hlutabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðir stökkva á hvert fjárfestingartækifæri var þetta gulltrygt – aldrei spurning að gróðinn væri í hendi.

Það er stundum talað um að 2007 sé komið aftur, oft virkar það eins og hvimleiður og merkingarlaus frasi – en í þessu tilfelli er erfitt að verjast því að þetta sé einmitt raunin.

Klíkubræður skammta öðrum klíkubræðrum peninga. Út á þetta gengur það og ekkert annað.

Maður bíður viðbragða stjórnvalda. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur oft verið gagnrýninn á peningavaldið – hann hefur tjáð sig af minna tilefni.

Hvernig verður þetta svo þegar farið verður að selja bankana?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins