fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Hagaskóli þá og nú

Egill Helgason
Laugardaginn 24. janúar 2015 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að sjá nokkuð uppblásinn fréttaflutning af ástandi í Hagaskóla. Og sjá síðan að hlakkar í fólki á netinu vegna vandræða í skóla góðborgaranna, eins og einhver orðaði það.

Svo sá ég því líka haldið fram að svona hefði þetta ekki getað verið á tíma Björns Jónssonar skólastjóra.

Björn var sómamaður, það vantar ekki, og í hans tíð voru margir fjarska góðir kennarar í Hagaskóla. Ég naut handleiðslu sumra þeirra.

En tíðarandinn var dálítið annar og nokkuð hömlulausari. Eftirlit með börnum og ungmennum var mun minna. Þar er í engu við kennara þess tíma að sakast.

Í frímínútum fór fjöldi nemenda yfir að Neskirkju til að reykja.

Flestir nemendur voru byrjaðir að fikta við að drekka áfengi í þriðja bekk (nú tíunda), margir í öðrum bekk.

Á göngum og í frímínútum tíðkaðist gengdarlaust einelti.

Börnum sem áttu undir högg að sækja – sum þeirra komu úr bæjarblokkum – var umsvifalaust skutlað í tossabekki þaðan sem var varla nokkur leið að komast.

Um tíma gekk límfaraldur yfir skólann, þ.e. nokkur hópur nemenda var að sniffa lím. Þetta komst í blöðin og hömlur voru lagðar á sölu Aurora-módelalíms. Þá svissuðu sumir yfir kveikjarabensín.

Í kjallara skólans starfaði skátafélag. Í skátaútilegum fékk maður alls kyns óhefðbundna fræðslu um kynlíf.

Eftir því sem ég kemst næst er starfsemi Hagaskóla algjörlega til fyrirmyndar nú – og eins og sunnudagaskóli miðað við það sem ég upplifði. Kannski er það röng líking, því líklega er skólinn laus við þá stóreinkennilegu kristindómsfræðslu sem þá tíðkaðist.

Þess utan á ég góðar minningar úr Hagaskóla, þótt ég geti seint hafa talist fyrirmyndarnemandi.

grunnskoli_hagaskoli_2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“