fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Auðvitað er þetta bóla

Egill Helgason
Föstudaginn 23. janúar 2015 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV greinir frá því, og hefur eftir greiningardeild Landsbankans, að fasteignaverð í Reykjavík muni hækka um 25 prósent á næstu þremur árum. Segir að verðið hafi hækkað um 8 og 1/2 prósent í fyrra.

Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir að þetta sé ekki bóla.

Það er sérkennileg kenning. Hagkerfið hér er reyrt í fjármagnshöft þannig að fasteignamarkaðurinn er ofurseldur lífeyrissjóðum og fjárfestum sem eru að reyna að finna ávöxtun fyrir stórar fjárhæðir.

Það er ekkert í launa- eða hagþróun sem réttlættir slíkar ofurhækkanir á húsnæðisverði.

Margir munu eignast meira veðrými, skuldaleiðréttingin mun kannski líta aðeins öðruvísi út í ljósi þessara hækkana, en fyrir þá sem eru að leigja húsnæði eða kaupa sínar fyrstu íbúðir eru þetta afar vond tíðindi.

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir um þetta á Facebook:

Á Íslandi er alþýðan með lægstu launakjör af öllum Norðurlöndunum. Gjaldmiðillinn er ónothæfur utan landsteinanna. Þjóðin er í stuttu máli með allt á hælunum í efnahagsmálum.

Er eðlilegt að fasteignaverð rjúki upp úr öllu valdi við þessar aðstæður?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“