fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Vilhjálmur segir ummæli Þorgerðar Katrínar um kjaradeiluna ákveðinn dauðadóm: „Búið spil“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV.

„Ég er mótfallin sértækum aðgerðum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í Morgunvaktinni á Rás eitt í morgun. Hún segist ekki ætla að grípa inn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu eða breytingum á skattalöggjöf. „Þau sveitarfélög sem hafa byggt upp ábyrgt fiskeldi eru að koma betur út úr þessu sjómannaverkfalli heldur en önnur,“ segir Þorgerður og kveðst reiðubúin að koma að málinu til dæmis með því að styðja byggðir sem standa illa vegna verkfallsins.

Hún segir útgerðina með einkarétt á auðlind þjóðarinnar og því fylgi gríðarleg ábyrgð. Segist hún meðal annars vilja bjóða upp kvótann. „Ég tel að útgerðin þurfi einfaldlega að greiða meira fyrir auðlindina. Mín skoðun er eindregið sú að við eigum að leita leiða í gegnum uppboðið,“ segir Þorgerður Katrín.

Markaðurinn ræður þá því sem að útgerðin á að borga og ef að það gengur illa þá borgar hún minna og ef að það gengur betur þá tekur hún meiri þátt í að byggja upp innviði samfélagsins.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ljóst að ekkert verði af nýjum kjarasamningi vegna ummæla Þorgerðar Katrínar. „Nú hefur sjávarútvegsráðherra talað enn og aftur skýrt um að íslenskir sjómenn fái ekki að sitja við sama borð og annað launafólk í þessu landi og með þessum ummælum deyr það tilboð drottni sínum sem lagt var fram í gær til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi,“ segir hann í færslu á Facebook.

Málið er að sjómenn eru alls ekki að biðja um neina ölmusu heldur einungis það að fá að sitja vi sama borð og allt launafólk í þessu landi sem þarf starfs síns vegna að starfa víðsfjarri sínu heimili. Búið spil.is!

Hér fyrir neðan má sjá færslu Vilhjálms í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu