fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Voru vinnuvélar seldar fyrir fíkniefni eftir hrunið 2008?

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýstárlegar fullyrðingar koma fram í bókinni „Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits?“ eftir Björn Jón Bragason lög- og sagnfræðing. Bókin kom út laust fyrir síðustu jól. Í henni er rakin aðkoma Gjaldeyriseftirlits Seðlabankans að þremur stórum málum sem eftirlitið rannsakaði.

Í upphafi bókarinnar er í stuttu máli greint frá þeim aðstæðum sem sköpuðust hér á landi við bankahrunið haustið 2008. Meðal annars var tekin upp ströng gjaldeyrisskömmtun. Sett var í forgang að einungis skyldi forgangsraðað í afgreiðslu gjaldeyris þannig matvæli, lyf, olíuvörur og aðrar nauðsynjar í innflutningi til landsins hefði forgang svo fólk hefði nauðsynjar og halda mætti atvinnulífinu gangandi.

Í bók Björns Jóns segir svo (bls. 14):

Þetta ástand hafði lamandi áhrif á nær alla þætti íslensks atvinnulífs. Einn var þó sá geiri sem virtist ónæmur fyrir ástandinu – innflutningur ólöglegra fíkniefna. Það kom lögregluyfirvöldum mjög á óvart hve lítið dró úr framboði á ólöglegum fíkniefnum þessar vikur eftir fall bankanna. Ætla hefði mátt að erfiðleikar við að skipta krónum yfir í gjaldeyri myndu leiða til minna framboðs og með því hærra verðs. Sáralítið bar á því. Það virðist hafa tekið innflytjendurna örskamma stund að útvega nægan gjaldeyri til kaupanna.

Síðan er bætt við:

Einhver hluti hins mikla útflutnings á vinnuvélum úr landinu vikurnar og mánuðina eftir hrun, til dæmis gröfum og vörubílum, var síðar rakinn til þeirra viðskipta. Talið er að í ársbyrjun 2009 hafi um 1.300 beltagröfur verið í landinu og flestar staðið verkefnalausar. Andvirði sumra þeirra endaði að sögn kunnugra í vasa hollenskra fíkniefnaheildsala.

Í neðanmálsgrein við þetta kemur fram að hátt í 30% af vinnuvélum sem voru í landinu fyrir hrun hafi verið fluttar út. Þar er tilgreint að ónafngreindur lögreglumaður hafi greint Birni Jóni frá þessum upplýsingum í viðtali 24. nóvember 2015 um að vinnuvélarnar hafi verið seldar fyrir fíkniefni sem síðan voru send til Íslands og seld fyrir krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu