fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Dómsmálaráðherra svarar Kára: Varla ókeypis með 23 milljarða króna ríkisábyrgð á starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

„Sem dómsmálaráðherra vil ég taka af allan vafa um það að rannsóknarhagsmunir verða ávallt í fyrsta sæti þegar kemur að málum sem þessum. Viðskiptahagsmunir Kára Stefánssonar og annarra munu alltaf víkja fyrir því meginmarkmiði að tryggja skjóta og umfram allt örugga og óháða rannsókn sakamála.“

Þetta segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hún svarar Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrr í vikunni gagnrýndi Kári Sigríði harðlega vegna ummæla sem hún lét falla í Fréttatímanum fyrir helgi, sagði Sigríður að það hafi komið til skoðunar að láta íslenska aðila rannsaka DNA sýni sem er safnað við vinnslu sakamála hér á landi en það hafi komið í ljós að það svaraði ekki kostnaði. Kári sagði þetta út í hött Íslensk erfðagreining hafi boðist til að annast verkefnið ókeypis og hjálpa lögreglu við að koma upp sinni eigin rannsóknarstofu henni að kostnaðarlausu. Í grein sinni í dag telur Sigríður upp þau stóru orð sem Kári lét falla:

Orðin sem Kári notar um þessa upprifjun eru „ráðherrabull“, „ábyrgðarlaust blaður“, „minnimáttarkennd“, „fáfræði“, „glapræði“ auk þess sem hann telur störf mín „ruddaleg“ og „ofbeldisfull“.

Óvarfærið að setja hugmyndirnar fram í tengslum við harmleik

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Sigríður segir ekkert nýtt að „handhafar sannleikans“ þurfi að nota svo stór orð um andstæðinga, ástæðan fyrir þessum reiðilestri Kára sé að hann vill fá þessar rannsóknir á lífssýnum í sakamálum inn í fyrirtæki sitt:

„Forstjórinn lýsir því í greininni að fyrirtæki hans gæti „sagt með nokkurri vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitnanna við. Þetta gætum við vegna þeirrar reynslu, þekkingar og gagna sem við höfum aflað á rúmlega tuttugu árum.“ Hann skýrir að vísu ekki nánar, með hvaða hætti hann hyggst sakbenda menn með þessum hætti. Svo virðist sem hann hugsi sér að nota í þessa vinnslu þau gögn sem honum hafa verið lögð til af og um þátttakendur í vísindarannsóknum sem stundaðar eru af fyrirtæki hans. Ef svo er þá er það mikið áhyggjuefni. Þeirra upplýsinga á að hafa verið aflað í samræmi við skilyrði í leyfum frá Persónuvernd, áður tölvunefnd og á grundvelli upplýsts samþykkis þátttakenda sem hafa tekið þátt í rannsóknum hans í góðri trú um að sú þátttaka myndi ekki hafa neikvæð áhrif á réttindi þeirra eða ættmenna þeirra í framtíðinni,“

segir Sigríður. Segir hún það sannarlega óvarfærið af Kára að setja hugmyndir sínar fram í tengslum við rannsókn lögreglu á láti Birnu Brjánsdóttur, slíkar tilvísanir leiði tæpast til yfirvegaðra ákvarðana, byggðar á skynsemi og rökum. Varðandi tilboð Kára um að bjóða ókeypis þjónustu segir Sigríður enn heimild í íslenskum lögum fyrir 23 milljarða króna ríkisábyrgð á starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar:

Til samanburðar má nefna að 23 milljarðar eru um það bil helmingur af rekstrarkostnaði Landspítalans á ári. Þetta nefni ég nú bara hér í ljósi tilboðs Kára um þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar við að „hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum“ af vettvangi glæps; „ókeypis“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“