fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Sigurjón vill endurupptöku á málum vegna fregna af hlutabréfaeignum dómara

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þ. Árnason var sýknaður í Ímon málinu í héraði, en Hæstiréttur dæmdi hann í þriggja og hálfs árs fangelsi. Mynd/DV

Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans vill að tvö dómsmál gegn honum verði tekin upp að nýju. Sigurjón var í október 2015 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í Ímon-málinu svokallaða. Sigurjón var svo aftur dæmdur í fangelsi í febrúar 2016, þá í 18 mánuði, fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Sigurjóns sagði í samtali við Fréttablaðið að beiðni um endurupptöku byggi fyrst og fremst á fréttum af hlutabréfaeign dómara:

Svo hefur verið að koma í ljós að þeir hafa verið að staðfesta að þeir hafi tapað fjármunum í bankahruninu, sumir dómarar,

sagði Sigurður.

Jón Steinar segir dómstóla hafa brotið á mönnum

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands hefur sagt engan vafa leika á því að dómstólar á Íslandi hafi alvarlega brotið á rétti sakborninga, þá sérstaklega í málum þar sem einstaklingar voru dæmdir fyrir umboðssvik. Segir Jón Steinar að meðal þeirra skilyrða sem þarf að uppfylla er að sanna að slík brot hafi verið framin með það að markmiði að sakborningurinn hafi augðast á þeim persónulega á kostnað stofnunarinnar sem hann fór í umboði fyrir:

Hér hefur fjöldi manna verið sakfelldur fyrir slíkt, þó að öllum hafi mátt vera ljóst að tilgangur þeirra var ekki að auðga sjálfa sig eða aðra á kostnað bankanna, heldur miklu fremur var um að ræða tilraunir til að bjarga þessum stofnunum frá þeim fjárhagslega skaða sem ekki reyndist umflúinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“