fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Benedikt: „Þetta er mjög frjálslynd ríkisstjórn“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar.

„Þetta er mjög frjálslynd ríkisstjórn, með jafnlaunavottuninni erum við að tryggja að kynin fái sömu laun. Það er einmitt mjög frjálslynt. Við viljum að það sé ekki hægt að svindla á fólki, það á ekki að svindla á kerfinu og ekki svindla á konum, það á ekki að svindla á skattkerfinu, við viljum að við öll borgum lægri skatta. Við erum að neyða svarta hagkerfið, við erum að neyða glæponana til að þeir verði ekki faldir lengur.“

Þetta sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Benedikt hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna viku eftir að hann sagði hinu svarta hagkerfi á Íslandi stríð á hendur og loguðu athugasemdakerfi vefmiðla í gær þegar greint var frá því að ráðherra hygðist stofna nefnd í vikunni sem mun hafa það hlutverk að skoða aðstæður og kanna hvaða leiðir eru færar í því að draga úr notkun reiðufjár hér á landi. Var Benedikt í morgun spurður hvort þessi stefna, sem og lögfesting jafnlaunavottunar fyrirtækja og bann á sterum, væri í samræmi við frjálslynda stefnu ríkisstjórnarinnar. Hann segir svo vera, með því að setja bann við launagreiðslum í reiðufé þá sé verið að vernda vinnandi fólk:

Það er ekki frjálslyndi þar sem er alltaf verið að vernda þann sem að svindlar og stelur. Það er ekkert svínað á borgararéttindum, vissulega er þetta þannig að það er fylgst mjög mikið með okkur ef menn vilja,

Núverandi skipting kjördæma var komið á með stjórnarskrárbreytingu árið 1999. Sem dæmi um misvægi atkvæða þá voru 2.665 manns á kjörskrá í Norðvesturkjördæmi árið 2013 að baki einum af átta þingmönnum kjördæmisins, en 4.856 manns í Suðvesturkjördæmi að baki einum af þrettán þingmönnum kjördæmisins.

sagði Benedikt. Varðandi jafnlaunavottunina segir Benedikt hana ekki koma í veg fyrir að betri starfskraftar geti fengið launahækkun, það sé mikið sem þurfi að taka tillit til en þegar það sé gert eigi ekki að vera neinn óútskýrður launamunur á milli kynjanna.

Breyting kjördæma myndi jafna atkvæðisréttinn

Aðspurður um hvaða frjálslynda mál hann sjálfur hlakkar til að koma á koppinn sagði Benedikt:

„Það sem ég hefði áhuga á er að jafna atkvæðisréttinn.“

Það mál sé í stjórnarsáttmálanum, orðað þannig að draga eigi úr misvægi atkvæða. Þetta væri tengt breytingum á stjórnarskránni, en það þýddi samt ekki að sameina ætti landið í eitt kjördæmi til að tryggja að sjónarmið alls landsins kæmu fram:

Það eru til aðferðir til að jafna það bara með því að breyta til dæmis kjördæmamörkum. Ég hef sagt það, af hverju má ekki færa kjördæmamörkin yfir Hvalfjörðinn þó það séu einhver sýslumörk þar. Það hefur verið gert erlendis, það er alltaf verið að breyta kjördæmunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“