fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

95% lán merki um ofhitnun og bólumyndun

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra segir 95% fasteignalán merki um ofhitnun og bólumyndun á fasteignamarkaði. Hugnast honum illa svo há lán, en í gær var greint frá því að byggingarfélagið Þak hygðist bjóða kaupendum íbúða á Kársnesinu í Kópavogi 15% seljendalán til móts við 80% bankalán. Sagði Þorsteinn í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að við ættum að óttast bólueinkenni á fasteignamarkaði, framan af hafi fasteignaverð þróast í takt við kaupmáttaraukningu en nú er hægt að sjá skýr merki þess að hækkunin er umfram kaupmáttaraukningu með tilheyrandi þrýstingi.

Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra.

Sverrir Einar Einarsson forsvarsmaður Þaks sagðist í fréttum í gær ekki hafa áhyggjur af því að fólk gæti ekki borgað af íbúðunum þar sem afborganirnar væru talsvert lægri en meðal leiguverð á höfuðborgarsvæðinu og í versta falli myndi félagið leysa íbúðirnar til sín aftur. Kom þar einnig fram að fleiri byggingarfélög væru að undirbúa svipuð lán. Þorsteinn segir að honum hafi litist enn verr á tilhögunina við lánveitingarnar, en 15% seljendalánið yrði með rúmlega 10% vöxtum til skamms tíma:

Þannig að þetta þýðir að þetta er mikil greiðslubyrði fyrir fólk,

sagði Þorsteinn. Segir hann að best sé að leysa vandann á húsnæðismarkaðnum í dag með því að tryggja framboð á lóðum og með því að auka framboð á smærri íbúðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“