„RÚV hefur endalega stimplað sig út – RÚV er gula pressan – í dag las ég fréttir um að ekki ætti að fjalla um dánarorsök ungu stúlkunnar sem var myrt (blessuð sé minning hennar) vegna rannsóknarhagsmuna og vegna hugsanlegrar ákæru. Núna sé ég að RÚV er með ítarlegar upplýsingar um dánarorsök og mjög ítarlegar persónulegar upplýsingar.“
Þetta segir Vigdís Hauksdóttir fv. alþingismaður á fésbók og sparar ekki stóru orðin í garð Ríkisútvarpsins.
„Ég fordæmi þessi vinnubrögð – setjum okkur í spor aðstandenda sem eiga allt undir að rannsóknarhagsmunum sé ekki spillt – fólk á friðhelgi þó það sé dáið.
– Á ný – RÚV er löngu búið að stimla sig út og er löngu komið í ruslflokk íslenskra fjölmiðla – en n.b. þiggur í leiðinni tæpa 4 milljarða af okkur skattgreiðendum – já 4.000.000.000 kr. – fjögur þúsund milljónir !!! Get ég ekki sagt þessu „sorpriti“ upp?,“ spyr Vigdís.
Ýmsir vinir hennar taka undir með henni, en Kristinn Hrafnsson, fv. fréttamaður RÚV og talsmaður Wikileaks, svarar henni fullum hálsi:
„Vigdís. Það sem er smekklaust og ósiðlegt er að nota þennan harmleik til að opinbera óbeit þína á RUV og undirstrika það með tali um útgjöld til þessa ríkisfjölmiðils. Bíta svo hausinn af skömminni með að vísa í hagsmuni ættimgja Birnu. Með þessu ertu að misnota djúpa sorg í pólitískum hráskinnaleik og ættir sannarlega að skammast þín.“