fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Hjörtu sem svipar saman

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 5. febrúar 2017 18:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sighvatur Björgvinsson.

Eftir Sighvat Björgvinsson:

Í „Nýja dagblaðinu“, sem út var gefið á Íslandi, segir svo þann 21. júlí árið 1935 en þá var blaðið að segja frá ofsóknunum sem stundaðar voru í Þýskalandi gegn gyðingum:

„Dagblöðin eru óvenju heiftúðug í dag. Angriff segir að þolinmæðinni sé lokið og járnhnefi skuli notaður gegn öllum þeim mönnum, sem halda að tími sé kominn til þess að sýna „þriðja ríkinu“ fjandskap“ (Blaðið Angriff var stofnað árið 1927 og gefið út af Berlínardeild þýska Nasistaflokksins).

Í blaðinu Stundinni, sem út er gefið á Íslandi (og ekki af nasistum) er þetta haft eftir alþingismanninum Óla Birni Kárasyni á vefsíðu blaðsins:

Að „mæta eigi öllum þeim með hörðum stálhnefa, sem ætli að koma hingað til Íslands sem misnota velferðarkerfi okkar“.

Það er ekki eins langt á milli áranna 1935 og 2017 og ætla mætti.

Járnhnefi eða stálhnefi. Skyldi einhverju muna þar í höggþunga?

Eða eins og skáldið sagði, þá svipar þeim saman, hjörtunum í Súdan og í Grímsnesinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“