fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Sighvatur Björgvinsson: Óli Björn og Trump

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 4. febrúar 2017 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sighvatur Björgvinsson

Eftir Sighvat Björgvinsson:

Óla Birni, alþingismanni Sjálfstæðisflokksins, þykja refsiverð ummæli um forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, þegar hann var sagður vera fasisti. Hann er ekki einn um þá skoðun. Ýmsir fleiri góðir Íslendingar hafa bent á, að með þessu sé verið að móðga þjóðhöfðinga, sem bannað sé og refsivert samkvæmt lögum.

Refsidómur

Þeim lögum hefur áður verið beitt. Þegar íslenskir dómstólar dæmdu Íslending til refsingar vegna þess að hafa hallmælt Adolf Hitler, kanslara og „þjóðhöfðingja“ Þjóðverja. Hver var sá refsiverði verknaður? Að hafa kallað kanslara Þýskalands það, sem hann var – rasisti, sem myrti 6 milljónir saklausra borgara eigin ríkis. Og bar ábyrgð á drápum ennþá fleiri saklausra borgara annara ríkja.

Þykir Óla Birni og öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins það hafa verið réttur dómur? Að til slíkrar refsingar eigi að dæma alla þá, sem svipuð ummæli nota um forseta Bandaríkjanna, eða forseta Tylklands, þar sem þúsundir saklausra blaðamanna, embættismanna og dómara hafa verið fangelsaðir. Að gagnrýna það sé refsiverður verknaður? Þessa „þjóðhöfðingja“ megi ekki kallað það, sem þeir eru?

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.

Ekki blótsyrði

Orðið fasisti er ekki blótsyrði. Ekki heldur orðið nasisti. Hvort tveggja þessara samheita er orð yfir þá, sem tileinka sér tiltekna afstöðu til samfélagsmála og til samborgara. Nákvæmlega eins og orðin „jafnaðarmaður“ nú eða „nýfrjálshyggjumaður“ eru til merkis um, að viðkomandi hafi tileinkað sér tiltekin og afmörkuð stefnumið í stjórnmálum. Er það þá refsivert að álykta sem svo, að einhver tiltekinn einstaklingur í forystu þjóðar sé jafnaðarmaður – nú eða nýfrjálshyggjumaður eins og Óli Björn Kárason. Lítur hann svo á, að með því að nefna hann það sé ég að brjóta lög og fremja refsiverðan verknað? Eða þykir honum að hann sé ekki nógu mikill „þjóðhöfðingi“ til þess að slíkt sé refsivert?

Hefur hann gáð?

Bæði fasismi og nasismi hafa verið skýrt skilgreind sem hugtök og stefnumið. Hvað við er átt með þeim orðum er kýrskýrt. Það vita Óli Björn Kárason og félagar mæta vel. Nasistar og fasistar hafa sjálfir lagt til mjög skýra skilgreiningu á hvað þar er átt við. Þeir sjálfir hafa það gert, sem aðhyllast þau sjónarmið, sem þar er lýst. Telja sig sjálfir vera annað hvort. Sumir hvort tveggja. Óli Björn Kárason telur sig hvorugt vera. Vona að það sé alveg satt. En er hann alveg viss? Hefur hann gáð?

Játar ekki neitt

Donald Trump hefur ekki gáð. Því er hann ekki alveg viss. Hef hvergi heyrt hann kveða upp úr með það. Hvergi segja að hann sé hvorki rasisti né fasisti. Ekki einu sinni að hann sé ekki nýfrjálshyggjumaður eins og Óli Björn. Donald Trump játar ekki neitt!

 

Sighvatur Björgvinsson er fv. ráðherra og sendiherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi