fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð segir eignabólunni haldið við: „Ég botna ekkert í þessari hagstjórn“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 31. mars 2017 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins.

„Ég botna ekkert í þessari hagstjórn. Stýrivöxtum er haldið í 5% af ótta við þenslu þrátt fyrir að gríðarlegur vaxtamunur milli Íslands og annarra landa sé farinn að valda innstreymi fjármagns og eignaverðsbólu. En í stað þess að lækka vextina boða menn lækkun virðisaukaskatts,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins á Fésbókarsíðu sinni.

Segir Sigmundur Davíð að vissulega væri æskilegt að lækka efra þrep virðisaukaskatts þegar aðstæður leyfa en hann telur að sá tími sé ekki kominn. „Hvernig stenst það að fara út í slíkt á sama tíma og menn virðast logandi hræddir við að fólk og fyrirtæki fari að eyða meiri peningum ef vaxtabyrðin lækkar.“

Telur Sigmundur að með þessum aðgerðum sé verið að viðhalda eignabólunni:

Sem sagt í stað þess að lækka vexti, bæta kjör þeirra sem skulda og gera það aftur raunhæft að byggja og kaupa íbúðarhúsnæði á að lækka skatta og viðhalda eignabólunni. Það versta er að Seðlabankinn er svo vís til að segja að hann geti ekki lækkað vexti því hann telji sig þurfa að vega upp á móti þensluáhrifum skattalækkana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið