fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Fargjöld í innanlandsflugi munu ekki hækka

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 31. mars 2017 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV

Fargjöld í áætlunarflugi innanlands koma ekki til með að hækka vegna hækkunar á virðisaukaskatti í ferðaþjónustu úr 11% í 24%. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 kemur fram að fyrirhugað sé að gistiþjónusta og önnur ferðaþjónustutengd starfsemi verði færð úr neðra þrepi í almennt þrep virðisaukaskatts, eða úr 11% í 24% skattþrep. Með ferðaþjónustutengdri starfsemi er meðal annars átt við farþegaflutninga, líkt og kemur fram á blaðsíðu 46 í fjármálaáætluninni.

Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir í samtali við Eyjuna að þessi hækkun eigi ekki við fargjöld í innanlandslandsflugi. Hann segir hins vegar að áhrif hækkunarinnar verði helst á ýmsa sérþjónustu á borð við pakkaferðir og leiguflug sem flugfélagið býður upp á, en sú þjónusta er nú í 11% og fari að öllu óbreyttu upp í 24% virðisaukaskattþrepið:

Þar sem hvorugt þetta, það er pakkaferðir og leiguflug eru stór þáttur í okkar rekstri gerum við ekki ráð fyrir mjög miklum beinum áhrifum á okkur en það má að sjálfsögðu búast við því að almenn hækkun á verðlagi á ferðaþjónustu í landinu muni hafa áhrif á eftirspurn ferðamanna að koma til landsins og þá um leið á okkar þjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið