Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem lögð verður fram í dag mun nýr Landspítali rísa á árunum 2018 til 2022. Einnig verða biðlistar styttir og kostnaður sjúklinga mun lækka með nýju greiðsluþáttökukerfi.
Stærstu útgjaldaliðirnir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum. Í áætluninni eru sett fram markmið og stefnur í 101 málaflokki á 34 sviðum, en búast má við nánari útlistun á áætlunum ríkisstjórnarinnar í dag. Er gert ráð fyrir uppsafnaður raunvöxtur útgjalda til heilbrigðismála á tímabilinu verði 22% og 13% til velferðarmála. Verður unnið markvisst gegn fátækt barna.
Einnig verða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi hækkaðar. Frítekjumark vegna atvinnutekna eldri borgara verða hækkaðar í skrefum. Útgjöld verða aukin til bótakerfis öryrkja, verður það endurskoðað og aukin aðstoð til atvinnuleitar. Markviss skref verða stigin til að leysa húsnæðisvandann og verður notendastýrð persónuleg aðstoð lögfest.