fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

„Þvættingur“ að húsnæði Framsóknarflokksins tengist sölunni á Búnaðarbankanum

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 30. mars 2017 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins segir það þvætting að kaup flokksins á Hverfisgötu 33 hafi á einhvern hátt tengst sölunni á Búnaðarbankanum í árslok 2002. Í grein sem birtist á vef Framsóknarflokksins svarar Einar Gunnar fullyrðingum sem gengið hafa í netheimum, þar á meðal í pistli Snæbjörns Brynjarssonar á Stundinni, um að Ólafur Ólafsson hafi gefið flokknum húseignina og mánuði síðar fengið bankann. Er meðal annars farin af stað undirskriftasöfnun þar sem hvatt er til að flokkurinn skili eigninni, þegar þetta er skrifað hafa 20 manns skrifað undir.

Grein Einars má lesa hér að neðan:

„Framsóknarflokkurinn gerði samkomulag um kaup á húseigninni að Hverfisgötu 33 í september 1997. Í samkomulaginu var kveðið á um að seljandi, Olíufélagið hf., tæki að sér að annast ákveðnar endurbætur á eigninni áður en til afhendingar kæmi. Þessar endurbætur voru að fullu á kostnað Framsóknarflokksins.

Framsóknarflokkurinn flutti starfsemi sína í húseignina í apríl 1998. Framkvæmdum við endurbætur var þá ekki lokið. Endurbótum lauk á árinu 1999. Kostnaður við kaup á húsinu og endurbætur reyndist á endanum vera tæpar 62 milljónir króna sem var endanlegt kaupverð hússins af Olíufélaginu hf. skv. uppgjöri sem fram fór í lok þess árs.

Í framhaldi af þessu var gengið frá fjármörgnun kaupanna. Þau voru fjármögnuð að mestu með langtímalánum með veði í eigninni að Hverfisgötu 33, alls að upphæð 54,5 milljónir króna. Framsóknarflokkurinn greiddi fyrst af lánunum árið 2000. Lánin voru tekin í apríl 1999 og var lántaki Olíufélagið hf. sem þá var skráður eigandi Hverfisgötu 33 en Framsóknarflokkurinn greiddi af þeim allt frá fyrstu afborgun árið 2000 og yfirtók þau síðan árið 2003.

Eftirstöðvar af kaupverðinu voru greiddar upp á árinu 1999.

Dráttur varð á því að gengið væri frá afsali fyrir eigninni á millli Olíufélagsins hf. og Framsóknarflokksins. Það var ekki gert fyrr en 19. desember 2002 en engar greiðslur áttu sér stað á milli aðila eftir árslok 1999. Olíufélagið hf. hafði við frágang afsals breytt nafni sínu í Ker hf.. Engin sérstök skýring er á því afhverju þetta dróst en það má segja að ekki hafi legið á vegna þess að allar greiðslur höfðu verið gerðar upp og Framsóknarflokkurinn bar allan kostnað af rekstri eignarinnar frá afhendingu.

Samkomulag var um að Olíufélagið hf. afsalaði eigninni beint til annarsvegar til Skúlagarðs hf. sem er hlutafélag í eigu Framsóknarflokksins og þá um 540 félagsmanna í flokknum og hinsvegar Húsbyggingasjóðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík sem var sjóður í eigu Kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavík. Framsóknarflokkurinn hafði endurselt þessum aðilum eignina í tengslum við uppgjörið sem fram fór 1999.

Það er þvættingur að kaupin á Hverfisgötu 33 hafi á einhvern hátt tengst sölunni á Búnaðarbankanum í árslok 2002.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið