fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

„Jón Hreggviðsson var aldrei viss um það hvort hann hefði keypt banka eða ekki keypt banka“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 30. mars 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/DV

„Ég heyrði sagt að þú hefðir keypt banka Jón Hreggviðsson sagði Arneus. Er það rétt?

Jón Hreggviðsson hófst við í sæti sínu og ansaði: Hef ég keypt banka, hef ég ekki keypt banka? Hver hef­ur keypt banka og hver hef­ur ekki keypt banka? Hvenær kaup­ir maður banka og hvenær kaup­ir maður ekki banka?

Jón Hreggviðsson var aldrei viss um það hvort hann hefði keypt banka eða ekki keypt banka. Það eru engar vísbendingar um að Jón Hreggviðsson hafi keypt banka. Þetta er alveg sama staða og Hauck & Aufhäuser er í dag. Hauck & Aufhäuser keypti ekki banka árið 2003.“

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Þetta sagði Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í hádeginu. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum var til umræðu á Alþingi í dag. Voru margir þingmenn á þeirri skoðun að skýrslan væri víti til varnaðar, ekki síst í ljósi sölu á 30% hlut í Arion banka til vogunarsjóða. Sagði Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra að hann hefði beðið Fjármálaeftirlitið um svör við 11 spurningum sem lutu að eignarhaldi á þeim sjóðum eða fyrirtækjum sem höfðu keypt hluti í Arion banka:

Í ljósi sögunnar þarf eignarhaldið að vera sannreynt með öllum ráðum. Ég vænti þess að FME svari svo fljótt sem auðið er. Ef ekki koma fram óyggjandi sannanir um það hverjir eru raunverulegir eigendur verður traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Fyrir okkur sem samfélag er það líka grundvallaratriði að við getum treyst eftirlitsmönnunum, Fjármálaeftirlitinu og Ríkisendurskoðun,

sagði Benedikt. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði að skýrslan væru þau gögn sem hefði verið eftir til að hefja rannsókn á einkavæðingunni:

Það er meirihluti á Alþingi um að hefja rannsókn á einkavæðingunni þótt formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar og formaður Sjálfstæðisflokksins séu andsnúnir slíkri rannsókn,

sagði Svandís og vísaði til ummæla Brynjars Níelssonar formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar.

Sjá frétt: Brynjar: Það þarf að vera tilefni ef það á að rannsaka

Sagði Svandís að almannahagsmunum hefði verið varpað fyrir róða, blekkingum verið beitt með skipulögðum hætti og fjármunum stolið frá almenningi. Nú yrði feluleiknum að ljúka og það væri þingsins að draga lærdóm, spyrja pólitískra spurninga og ákveða um næstu skref:

Hverjir gættu almannahagsmuna þá og hverjir gæta þeirra nú?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið