fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Brynjar: Það þarf að vera tilefni ef það á að rannsaka

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 30. mars 2017 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/DV

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður sjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sagði á Alþingi í morgun að ef kostað verði til frekari rannsókna þurfi að vera til þess verðugt tilefni. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að segja að rannsókn á einkavæðingu bankanna ekki aðkallandi verkefni:

Í mínum huga er búið að skoða það margoft og nægilega vel og við síðan bættist rannsóknarskýrsla Alþingis í hruninu, þar sem menn höfðu heimildir til að kalla eftir upplýsingum langt umfram það sem við höfum áður fest í lög. Ég skal ekki segja, ef einhver getur bent mér á þætti í þessum málum sem væri skynsamlegt að fara ofan í enn frekar skal ég ekkert fyrirfram vera á móti því. En fyrir mína parta er ekkert aðkallandi að skoða varðandi sölu bankanna sem átti sér stað fyrir nærri fimmtán árum,

sagði Bjarni í samtali við RÚV í gærkvöldi. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra sagði orð Bjarna „ótrúleg“:

Ótrúlegt! Gerir Bjarni sér ekki grein fyrir því að upphaf hrunsins 2008 má rekja til einkavinavæðingar Landsbankans og Búnaðarbankans? Í því ferli öllu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stóðu að hefur best sannast að í skjóli leyndar þrífst spillingin.

Sagði Brynjar á Alþingi í morgun að best sé að ana ekki út í rannsókn“ á sölu ríkisins á Landsbanka og Búnaðarbankanum. Hann sagðist ekki vilja rannsókn þar sem ekki væri vitað hvert væri verið að fara:

Ég hef sjálfur lýst þeirri skoðun minni áður, og það er eftir samtal við marga sérfræðinga, og m.a. við umboðsmann Alþingis sem kom fyrir nefndina, að ekki sé tilefni til frekari rannsóknir á einkavæðingu þessara banka, og vel að merkja hafa farið fram rannsóknir áður, nema nýjar upplýsingar komi fram, hvort sem er í kringum þá rannsókn sem nú er nýlokið eða önnur gögn, að þá fari rannsókn fram um einstök tilvik eða einstök atriði í stað þess að við önum út í mikla rannsókn og kostnaðarsama án þess að vita raunverulega hvert við erum að fara og hvert hún muni leiða okkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól