fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Ungir Píratar krefjast þess að stjórnvöld bæti aðstöðu flóttafólks og hælisleitenda

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 30. mars 2017 08:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungir Píratar krefjast þess að íslensk stjórnvöld og Útlendingastofnun bæti aðstöðu flóttafólks og hælisleitenda hér á landi. Þetta ályktaði félagsfundur Ungra Pírata í gærkvöldi. Í fréttatilkynningu segir að fjölmiðlar hafi ítrekað sýnt fram á slæman aðbúnað hælisleitenda og flóttafólks og nú nýlega hafi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gert athugasemdir við aðstæður á Víðinesi þar sem hælisleitendur eru hýstir.

Ekki séu bara húsakynnin skemmd og skítug og maturinn kaldur heldur eru hælisleitendur einnig einangraðir á þessum stað og fólk sem hefur óskað eftir því að heimsækja fólkið fær ekki leyfi yfirvalda til þess:

Á Víðinesi er öryggisgæsla sem bannar allar heimsóknir jafnvel þó að heimafólk vilji fá heimsókn. Einnig er ferðafrelsi þeirra mjög takmarkað þar sem að einungis er boðið upp á eina ferð til og frá Víðinesi á dag. Þessi skortur á frelsi eykur einnig á einangrunina,

segir í ályktuninni. Er krafist svara um hvaðan þessar „úr sér gengnu og ómannúðlegu“ reglur komi. Segir að lokum:

Það er ekki boðlegt að láta fólk sem er að flýja stríð og óöryggi í heimalandi sínu búa hér á Íslandi við heilsuspillandi aðstæður bæði andlega og líkamlega. Lagið þetta, núna!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól