fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

HB Grandi hættir bolfiskvinnslu á Akranesi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. mars 2017 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HB Grandi birti í þessu yfirlýsingu á heimasíðu sinni. Hún er þessi:

HB Grandi áformar að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og hefur hafið samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga starfsmanna vegna þessa og því sem það kann að þýða fyrir starfsfólk.

Bolfiskvinnslu verður hætt á Akranesi. Bærinn var eitt sinn með stærstu sjávarútvegsstöðvum landsins en má nú muna fífil sinn fegri í þeim efnum.

Stefnt er að því að sameina botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi við vinnsluna í Reykjavík.

Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna.

HB Grandi rekur, auk botnfiskvinnslunnar, skipaverkstæði, fiskimjölsverksmiðju, loðnuvinnslu og tvö dótturfyrirtæki, Norðanfisk og Vignir G. Jónsson á Akranesi. Stefnt er að frekari uppbyggingu og eflingu þess rekstrar á Akranesi.

Í dag er hvorki hafnaraðstaða né aðstaða til vinnslu alls botnfiskafla ísfisktogara HB Granda á Akranesi en forsvarsmenn félagsins og Akranesbæjar eiga í viðræðum um mögulegar breytingar á því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn