fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Útvarp Saga segir þingmann Pírata ráðast á sig

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 22. mars 2017 23:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. Samsett mynd/DV

Útvarp Saga segir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hafi ráðist á sig úr ræðustól Alþingis í gær, en Þórhildur sagði gagnrýni talsmanna Útvarps Sögu á Evrópunefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, ECRI, vera ómaklega. Í byrjun mánaðarins kom út skýrsla nefndarinnar í kjölfar reglubundinnar eftirlitsferðar hingað til lands, þar var greint frá áhyggjum af því að Útvarp Saga væri að breiða út hatursboðskap hér á landi, sérstaklega hvað varðaði hinsegin fólk, innflytjendur og múslima. Hefur skýrslan verið harðlega gagnrýnd af stöðinni og krafði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu Velferðarráðuneytið um nöfn þeirra nefndarmanna sem hingað komu auk þess hvaða menntun og sérfræðiþekkingu viðkomandi einstaklingar hafi.

Þórhildur vitnaði í ræðu sinni á Alþingi í samtal sitt við Christian Åhlund, formann nefndarinnar, þar sem hann var sammála henni að málfrelsi væri vissulega mikilvægur réttur en að útvarpsstöðvar nytu ekki mannréttinda:

Málfrelsi er mikilvægt og raunar óaðskiljanlegur hluti af lýðræðislegu samfélagi, en orðum fylgir ábyrgð og orðum fylgja afleiðingar. Við berum því ábyrgð á þeim orðum sem við notum til þess að lýsa fólki,

sagði Þórhildur. Segir hún enga tilviljun að Ísland, sem og Evrópa, líti þögul undan á meðan þúsundir manna drukkna við strendur álfunnar því orðin séu notuð til að réttlæta það:

Við köllum þau hælisleitendur, við tölum um fólksflutninga, við köllum þau ólöglega innflytjendur, þótt aldrei dytti nokkrum manni í hug að kalla Evrópubúa sem flytja á milli landa nöfnum af þessum toga. Við réttlætum meðferðina á þeim, brottvísun í skjóli nætur, algjört skeytingarleysi okkar gagnvart afdrifum þeirra að brottvísun lokinni, með því að kalla umsóknir þeirra um vernd tilhæfulausar, með því að kalla þau hælisleitendur, með því að kalla þau flóttamannatúrista. En þær bera allar nöfn, þær manneskjur sem við komum svona fram við, þær heita Amír og Eze og Abdul Hamid, svo að tæmi séu tekin.

Í dag birtist svo frétt á vef Útvarps Sögu um ræðu Þórhildar Sunnu undir yfirskriftinni „Réðist að Útvarpi Sögu í ræðustól Alþingis og vitnaði í tveggja manna tal“. Þar segir:

Geta má þess eins og flestum má vera ljóst að Útvarp Saga gagnrýndi að stjórnendur sem eðli málsins samkvæmt eru jafnframt talsmenn stöðvarinnar hefðu ekki fengið andmælarétt áður en efni skýrslunnar kom út en ekki að útvarpsstöðin sjálf sem fyrirtæki hefði ekki fengið andmælarétt. Þá má einnig geta þess að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verður gestur í síðdegisútvarpinu á morgun, fimmtudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum