fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Erdogan hótar Evrópubúum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. mars 2017 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.

Tayyp Erdogan forseti Tyrklands gaf í dag út aðvörun til íbúa Evrópu. Það gerði hann á fundi með tyrkneskum blaðamönnum í höfuðborginni Ankara.

Orð hans féllu vegna deilna tyrkneska stjórnvalda við stjórnvöld í Hollandi og Þýskalandi um það hvort háttsettir tyrkneskir stjórnmálamenn megi halda kosningafundi fyrir tyrkneska íbúa í þessum löndum.

Í næsta mánuði fer fram þjóðaratkvæða greiðsla í Tyrklandi um það hvort breyta eigi stjórnarskránni þar þannig að forsetinn fái stórauknar valdheimildir.

Haldi Evrópa áfram á þessari vegferð sinni þá mun enginn Evrópubúi hvar sem er í heiminum geta gengið hættulaust um götur. Við skorum á Evrópu að virða mannréttindi og lýðræði,

sagði Erdogan samkvæmt frétt Reuters. Tyrklandsforseti hefur áður kallað Þjóðverja og Hollendinga „nasista og fasista.“

Í síðustu viku birti tyrkneskt dagblað, sem styður Erdogan, svo stóra tilbúna forsíðumynd af Angelu Merkel kanslara þar sem hún er íklædd einkennisbúning SS-morðsveita nasista í Þýskalandi og með skammbyssu í hönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling