fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Geimverur kæmust að þeirri niðurstöðu að Ísland væri hættulegur og erfiður staður

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 22. mars 2017 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þráinn Bertelsson: Mynd/DV

Þráinn Bertelsson rithöfundur og fyrrverandi þingmaður segir að Ísland gæti orðið fyrsta þjóðin til að útrýma í sér mennskunni. Segir hann í pistli á vefsíðu sinni að ef geimverur væru að fylgjast með fréttum og fjölmiðlum á jörðinni þá yrði það niðurstaða þeirra að Ísland væri hættulegur og erfiður staður.

Tilefni orða Þráins er alþjóðlegur dagur fólks með Downs-heilkenni í gær, birtist þá frétt á Stundinni þar sem kemur fram að fóstrum með Downs sé hvergi eytt eins markvisst og hér á landi, þar kemur einnig fram að Downs-heilkennið sé hvorki sjúkdómur né vansköpun, þrátt fyrir að vera sett undir þá skilgreiningu í lögum um fóstureyðingar.

Mynd/Getty

Segir Þráinn þessa frétt skelfilega staðfestingu á að við Íslendingar, sem hann kallar Íslinga, sem þjóð séum ekki stödd á góðum stað í tilverunni:

„Það er svo margt annað sem gæti verið betra og skynsamlegra fyrir okkur og aukið hamingju og velferð okkar og alþjóðlegan orðstír meira en að setja heimsmet í að eyða fóstrum barna með downsheilkenni,“

segir Þráinn. Bætir hann svo við:

Þjóð sem hugsar jafnmikið um efnisleg gæði og við Íslingar gerum um þessar mundir og að sama skapi lítið um að ávaxta okkar andlegu sjóði, mannúð, menningu og tungu gæti orðið fyrir því óláni að verða fyrsta þjóð í heimi sem tekst að útrýma í sér mennskunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum