Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur deilt myndbandi þar sem hann segir sögur af vafasamri fortíð sinni sem ungur maður í Vestmannaeyjum. Vinur Páls stalst til að ná sögunum á myndband þar sem Páll rifjaði þær upp í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum nýverið:
Ég sagði þarna nokkrar óknyttasögur úr æsku minni og vina minna undir fyrirsögninni Miðbæjarvillingarnir,
segir Páll. Um er að ræða óknyttasögur sem Páll segir ekki beinlínis til fyrirmyndar né æskilegar viðkvæmum sálum, lætur Páll fylgja viðvörun með:
Þetta myndband er aðeins ætlað Eyjamönnum – 50 ára og eldri!
Myndbandið má sjá hér að neðan: