Mannréttindadómstóll Evrópu segir að ríkið hefði brotið gegn Steingrími Sævari Ólafssyni þáverandi ritstjóra Pressunnar þegar hann var dæmdur í Hæstarétti til að greiða Ægi Geirdal miskabætur fyrir umfjöllun sem birtist í nóvember árið 2010. Ægir var þá í framboði til stjórnlagaráðs og birti Pressan viðtal við tvær systur sem sökuðu Ægi um að hafa brotið á þeim kynferðislega þegar þær voru litlar stúlkur í Garðahreppi. [ref]http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/rikid-braut-gegn-fyrrverandi-ritstjora-pressunnar-ekki-haegt-ad-refsa-bladamonnum-fyrir-ad-segja-frettir[/ref]