fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Dagur B. flytur skrifstofu sína

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. mars 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur flutt skrifstofu sína tímabundið úr Ráðhúsi Reykjavíkur. Nú er skrifstofa hans í Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða sem staðsett er að Laugavegi 77.

Borgarstjórinn hefur verið á faraldsfæti innan þessara hverfa borgarinnar. Á mánudag fundaði Dagur með yfirstjórn borgarinnar í Austurbæjarskóla og heimsótti síðan skólann. Hann hefur auk þess fundað með foreldrafélögum skóla í miðbæ Reykjavíkur og hitt fulltrúa Valsmanna í Spennustöðinni við Austurbæjarskóla.

Í dag heimsótti Dagur Tækniskólann sem stendur á Skólavörðuholti og leikskóla á svæðinu. Hann kíkti í Gistiskýlið á Lindargötu og fer á harmonikkuball með eldri borgurum á Vitatorgi.

Þetta er í áttunda skiptið sem borgarstjóri færir skrifstofu sína úr Ráðhúsinu til eins hverfa borgarinnar.

Þriðjudaginn 21. mars verður svo haldinn opinn hverfafundur með íbúum í hverfinu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 20.00. Til umræðu á fundinum verður allt sem tengist hverfinu, framkvæmdir og þjónusta en mesta áherslan verður lögð á ferðaþjónustuna í miðbænum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“