fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

„Ang­istaróp­in og sorg­in var óbæri­leg“ – Dagurinn sem breytti lífi Ragnars: Þess vegna fór hann fram

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 14. mars 2017 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í einu af sím­töl­un­um heim á meðan lækn­ir og sjúkralið voru að vinna, kem­ur lækn­ir­inn til mín og til­kynn­ir að þetta sé búið og ekk­ert meira hægt að gera.“

Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR. Í átakanlegum pistli greinir hann frá af hverju hann ákvað að bjóða sig fram til formanns. Hlaut Ragnar Þór 62,98% atkvæða, eða 3.480 atkvæði alls. Ólafía B. Rafns­dótt­ir sitj­andi for­maður VR hlaut 37% atkvæði, eða 2.046 atkvæði. Hefur hann farið fram á launalækkun.

„Ef ein­hver hefði sagt mér fyr­ir 15 eða 20 árum að ég myndi bjóða mig fram til for­manns VR hefði ég lík­lega hlegið mig mátt­laus­an,“ sagði Ragnar í pistlinum en rekur svo átakanlega og sorglega sögu af hverju hann vill berjast fyrir félagsmenn sína og umbylta kerfinu.

Við gefum Ragnari orðið:

Þetta byrjaði haustið 2007 eða þann 9. sept­em­ber til að vera ná­kvæm­ur og komið að ár­legri veiðiferð okk­ar fé­laga í Eystri-Rangá. Það var mik­ill spenn­ing­ur fyr­ir ferðinni og allt leit út fyr­ir að hollið okk­ar myndi slá met í heild­ar­fjölda veiddra laxa þetta árið. Við feng­um bú­stað við Syðra-Fjalla­bak eins og við höfðum gert áður og átt­um að byrja veiði morg­un­inn eft­ir. Dag­arn­ir á und­an höfðu verið eitt­hvað svo góðir. Við höfðum hist öll fjöl­skyld­an og borðað sam­an og ein­hver óút­skýrð værð var yfir öllu. Þegar við kom­um í bú­staðinn um kvöldið, erum rétt bún­ir að koma dót­inu fyr­ir og þegar við sett­umst við stofu­borðið gerðist eitt­hvað sem ég hefði aldrei getað trúað að gæti gerst.

Ég sé að fé­lagi minn tek­ur and­köf og baðar hönd­un­um út í loftið. Þó hann hafi átt það til að taka alls kon­ar risp­ur í gríni fann ég að eitt­hvað meiri hátt­ar mikið var að. Hann stend­ur upp og reyn­ir að kom­ast að svala­h­urðinni þar sem hann hníg­ur niður. Ég var staðinn upp líka og næ að grípa til hans og draga þannig úr fall­inu.

Hvernig gat þetta gerst? Ég var bara ekki að trúa þessu.

Með í för voru pabbi minn og ann­ar vin­ur. Ég fann strax að hann var ekki að anda eðli­lega og ekki fannst púls. Ein­hvern veg­inn án þess að hugsa vor­um við komn­ir á fullt í end­ur­lífg­un. Mér fannst við hafa byrjað nán­ast sömu sek­úndu og hann hneig niður. Einn kom sér strax í sam­band við Neyðarlín­una á meðan pabbi hnoðaði og ég blés. Við vor­um stadd­ir fjarri manna­byggðum og var því biðin eft­ir hjálp heil ei­lífð í minn­ing­unni. Þyrl­an var kom­in af stað frá Reykja­vík og sjúkra­bíll á leiðinni.

Í blóma lífsins

Þegar hjálp­in barst var fljót­lega ljóst í hvað stefndi. Við vor­um bún­ir að láta vita heim hvað væri í gangi og beið fjöl­skyld­an með önd­ina í háls­in­um eft­ir frétt­um. Í einu af sím­töl­un­um heim á meðan lækn­ir og sjúkralið voru að vinna, kem­ur lækn­ir­inn til mín og til­kynn­ir að þetta sé búið og ekk­ert meira hægt að gera. Það var til­vilj­un að ég var í sím­an­um á þess­um tíma­punkti. Að bera sín­um nán­ustu slík­ar frétt­ir er eitt­hvað það erfiðasta sem ég hef gert. Þegar ég hugsa um sím­talið, jafn­vel enn í dag, finn ég að þetta hef­ur mjög sterk áhrif á mig, ang­istaróp­in og sorg­in var óbæri­leg.

Við vor­um auðvitað í miklu áfalli og í raun held ég að við höf­um slegið út til­finn­inga­lega þegar við vor­um í þess­um aðstæðum. Það var eng­inn tími til ann­ars, við unn­um sem einn maður í að reyna að ná hon­um til baka.

Hann var aðeins 35 ára og í blóma lífs­ins.

Það var skrýt­in til­finn­ing að koma heim. Ég var al­gjör­lega flatur til­finn­inga­lega og öll­um fannst við hafa gengið í gegn­um svo mikið. Eins og áfallið hafi verið allt okk­ar af því við vor­um á staðnum. Það var samt alls ekki þannig.“

Fjölskyldan skilin eftir

Ragnar Þór segir að það sem hafi fengið mest á hann var að kona hans og dætur sáu ekki fram á að geta staðið undir skuldbindingum eftir að síðasti launaseðill barst inn um lúguna.

Er það ekki frá­leitt og óboðlegt í vel­ferðarsam­fé­lagi að fjöl­skyld­um gef­ist ekki kost­ur á að tak­ast á við al­var­leg áföll og átak­an­leg­an missi án þess að hafa fjár­hags­legt þrot hang­andi yfir sér frá fyrsta degi? Eða að venju­legt fólk þurfi að standa í fjár­söfn­un vegna al­var­legra veik­inda?

Ragnar bætir við að í kjölfarið hafi hann áttað sig á að líf­eyr­is­sjóðakerfið var ekki það bak­land sem hann taldi það vera. Hann byrjaði að lesa sér til um kerfið til að átta sig á því og gagnrýndi hversu lítið almenningur fær greitt þegar hann eldist eða áföll dynja yfir.

Þegar banka­hrunið ríður yfir fer ég að sjá mikla mis­bresti í vinnu­brögðum sjóðanna og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar sem skipa helm­ing sæta í stjórn­um al­menna kerf­is­ins. Of­ur­laun, sjálf­taka, fjöl­skyldu­tengsl og spill­ing er eitt­hvað sem fór að fljóta upp á yf­ir­borðið.

Þá segir Ragnar:

„Líf­eyr­is­sjóðirn­ir eru stærstu eig­end­ur fast­eignalána á Íslandi. Þeir eru sann­kallaðir ris­ar á leigu­markaði og stærstu eig­end­ur smá­sölu­versl­un­ar og þjón­ustu fyr­ir­tækja hér á landi. Það þýðir að sjóðirn­ir hafa bein­an og óbein­an hag af háu leigu­verði, háu hús­næðis­verði, háum vöxt­um sem og verðtrygg­ingu. Sjóðirn­ir hafa líka hag af lág­um laun­um og hárri álagn­ingu.

Við erum því orðin þræl­ar eig­in kerf­is sem þver­tek­ur fyr­ir að koma að sam­fé­lags­legri upp­bygg­ingu innviða sam­fé­lags­ins öðru­vísi en að græða sem mest á því.

Við get­um gert svo miklu bet­ur en það. Við eig­um að hafa metnað til að bæta lífs­kjör okk­ar frá degi til dags og alla æv­ina með aðkomu sjóðanna í stað þess að lifa sem þræl­ar kerf­is­ins til að hafa það hugs­an­lega gott eft­ir að vinnu­skyldu lýk­ur.“

Ragnar sigraði eins og áður segir kosningarnar í dag. Hann vill að laun sín verði lækkuð um 300 þúsund krónur. Hann segir í lok pistilsins.

Sept­em­ber 2007 var dag­ur­inn sem breytti lífi mínu. Ég vona að þeir sem hafa lesið alla leið hingað þurfi ekki að eiga slík­an dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“