fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Telja lagabreytingu á þingsköpum ekki standast stjórnarskrá

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 8. mars 2017 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi forseti Alþingis. Mynd: DV/Kristinn Magnússon

Einar K. Guðfinnsson og Steingrímur J. Sigfússon telja að breyta þurfi stjórnarskránni til að hægt sé að leyfa þingmálum að lifa á milli þinga. Líkt og Eyjan greindi frá í síðustu viku hafa þingmenn Pírata, ásamt þingmanni Framsóknarflokksins, lagt fram frumvarp til breytingu á lögum um þingsköp Alþingis sem hefði það að verkum að þingmál sem hafa ekki fengið afgreiðslu á þingi falli ekki niður við lok þings nema það sé dregið til baka. Hingað til hafa mál fallið niður ef þau eru ekki afgreidd á þingi og ef það á að halda málinu til streitu þarf að taka það upp aftur á næsta þingi, er gjarnan rætt um að mál séu „svæfð í nefnd“.

Einar og Steingrímur hafa báðir setið í ríkisstjórn, stjórnarandstöðu og gengt hlutverki forseta Alþingis, þeir eru áhugasamir um frumvarpið og telja það geta bætt vinnulagið á Alþingi. Þeir segja þó í samtali við DV að frumvarpið standist ekki stjórnarskrá:

Ég held að ýmislegt mæli með því að þetta fyrirkomulag yrði tekið upp í þinginu. Það sem hefur hins vegar gert það að verkum að menn hafa ekki hrint þessu í framkvæmd er að í besta falli ríkir um það óvissa hvort það standist stjórnarskrá, það er að segja hvort það sé ekki skylt samkvæmt stjórnarskránni að klára skuli mál á því löggjafarþingi sem það er lagt fram á. Í ljósi þess hefur enginn viljað taka áhættu á að breyta lögum, ef í ljós kæmi síðar að það væri ekki í samræmi við stjórnarskrá. Það gæti haft miklar afleiðingar í för með sér,

Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

sagði Einar. Snert var á málinu í vinnu við breytingar á stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili en ekki náðist samstaða um málið.

„Svona hefur stjórnarskráin verið túlkuð alla tíð“

Steingrímur er áhugasamur um að þessi breyting nái fram að ganga:

„Ég tel að stefna ætti að því að endurskoða skipulagið þannig að þingmál gætu lifað, með tilteknum hætti þó. Það þyrfti að búa um það með hvaða hætti ætti að fara með þingmál sem hefði lifað milli þinga,“

sagði Steingrímur. Er það hans mat að búa þurfi til skýran ramma um með hvaða hætti eigi að klára mál. Sú fastanefnd sem hefði mál til meðferðar þyrfti að afgreiða einhvers konar skilagrein með því þar sem ákveðið væri með hvaða hætti ætti að ganga frá málinu því það sé ekki hægt að hlaða upp óafgreiddum þingmálum. Steingrímur telur hins vegar að stjórnarskráin standi í vegi fyrir frumvarpinu:

Ég hallast að því að þetta sé ekki hægt nema með breytingu á stjórnarskrá. Það hefur verið afstaða helstu stjórnarskrárfræðinga að þetta sé ekki öðruvísi hægt miðað við orðanna hljóðan í stjórnarskrá, að flytja skuli hvert mál á löggjafarþingi. Auk þess er um órofa hefð að ræða, svona hefur stjórnarskráin verið túlkuð alla tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“