fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Katrín reyndi að mynda stjórn með Framsókn: „Bandalag Bjartrar framtíðar og Viðreisnar varð ekki sundur slitið“

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 4. mars 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segist hafa reynt það sem hún gat til að mynda fimm flokka stjórn, bæði með Viðreisn og með Framsóknarflokknum, en það hafi ekki gengið. Sagði hún á flokks­ráðs­fundi Vinstri grænna í Mosfellsbæ í morgun, sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag, að mest hafi borið á milli síns flokks og Viðreisnar, þegar ljóst hafi verið að ekki var hægt að mynda fimm flokka stjórn Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafi hún reynt að fá Framsóknarflokkinn inn í viðræðurnar en það hafi ekki gengið:

Það gekk hins veg­ar ekki upp, meðal ann­ars vegna þess að banda­lag Bjartr­ar framtíðar og Viðreisn­ar varð ekki sund­ur slitið.

Katrín hefur víða verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki náð að mynda fimm flokka stjórn, sagði hún strax eftir kosningar að slík stjórn væri í forgangi en lítill áhugi var á myndun slíkrar stjórnar meðal þingmanna VG. Katrín ræddi einnig möguleika á að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum en hún segir að of langt hafi verið á milli flokkanna þegar kæmi að tekjuöflun ríkisins. Sagði hún á fundinum í morgun að VG hafi ekki viljað fara í stjórn nema ná fram sínum stefnumálum í uppbyggingu innviða.

Á endanum hafi þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar orðið ofan á, segir Katrín að sú stjórn hafi legið í loftinu allan tímann:

Aft­ur var reynt við fimm flokka viðræður en segja má að niðurstaðan sem varð: Rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar hafi legið í loft­inu all­an tím­ann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Syrgir móður sína
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri